Nýjast á Local Suðurnes

Frummatsskýrsla metanólverksmiðju til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun

Verksmiðja CRI í Svartsengi

Carbon Recycling International hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipulagsstofnunar, frummatsskýrslu um metanólverksmiðju í Svartsengi, Grindavík.

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 10. desember 2016 til 23. janúar 2017 á eftirtöldum stöðum: Á bókasafni Grindavíkur, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.

Frummatsskýrslan er einnig aðgengileg á heimasíðu stofnunarinnar: http://www.skipulag.is

Allir hafa rétt á að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 23. janúar 2017 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Kínverska fjárfestingafélagið Geely Group lagði á síðasta ári 45,5 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 6 milljarða íslenskra króna, til hlutafjáraukningar í Carbon Recycling International, en fyrirtækið er stærsta fjárfestingasamstæða í Kína sem fjárfestir í bílaframleiðendum. Geely er meðal annars eigandi Volvo og London Taxi Company auk þess sem fyrirtækið framleiðir bíla undir eigin merkjum sem eru seldir í 35 löndum víðsvegar um heim.