Nýjast á Local Suðurnes

Bílanaust opnar á ný

Motormax ehf. hefur fest kaup á þrotabúi Bílanausts ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla en þar segir að Motormax muni fljótlega hefja rekstur Bílanausts á ný eftir að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins séð lokið og gengið hefur verið frá ráðningu starfsfólks.

Nýir eigendur vilja tryggja að Bílanaust geti áfram boðið breitt úrval af varahlutum og rekstrarvörum fyrir bíla og veitt viðskiptavinum góða þjónustu.

Áformað er að reka verslanir Bílanausts í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Selfossi áfram og stefnt er að opnun verslananna á Akureyri og Egilsstöðum síðar.