Nýjast á Local Suðurnes

Rúna um lífið í framlínunni í Bolungarvík: “Snýst um að borða, vinna og sofa”

Mynd: Fasbook / Rúna Tómasar

Það er erfitt fyrir leikmenn að gera sér grein fyrir því álagi sem heilbrigðisstarfsmenn búa við um þessar mundir, en Suðurnesjakonan Rúna Tómasar gaf okkur góðfúslegt leyfi til að birta dagbókarfærslur frá starfi sínu í bakvarðarsveitinni sem nú starfar á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík.

Færslurnar sem sjá má hér fyrir neðan gefa ágætis innsýn í það mikla og góða starf sem heilbrigðisstarfsfólk skilar af sér um þessar mundir. Rúna er dugleg við dagbókarskrifin, en finna má allar færslurnar á Facebook-síðu hennar.