Nýjast á Local Suðurnes

Forstjóri og rekstrarstjóri hætta hjá Kaffitári

Verksmiðja Kaffitárs í Reykjanesbæ

Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir er hætt sem forstjóri Kaffitárs eftir rúmlega ár í starfi og Lilja Pétursdóttir er hætt sem rekstrarstjóri kaffihúsa fyrirtækisins.

Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi Kaffitárs, tekur við forstjórastarfinu af Kristbjörgu sem tekur við stjórnarformennsku í fyrirtækinu. Þá hefur Andrea Róberts verið ráðin í starf Lilju og tekur við rekstrarstjórn Kaffihúsa.

Breytingarnar eru gerðar í mesta bróðerni, segir Aðalheiður í samtali við Viðskiptablaðið.