Nýjast á Local Suðurnes

Rúður brotnuðu þegar strætó ók á skilti – Farþegum brugðið en engin slys á fólki

Strætisvagni var ekið á umferðarskilti á mótum Grænásvegar og Njarðarbrautar í vikunni. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að vagninum hafi verið ekið af vettvangi.

Samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila Strætó í Reykjanesbæ voru þrír farþegar um borð í vagninum, þeim var brugðið en sakaði að öðru leiti ekki. Farþegunum þremur var boðin áfallhjálp sem ekki var þegin.

Rúður brotnuðu í vagninum auk annara minnihátta skemmda.

Gatnamótin sem um ræðir geta verið erfið yfirferðar fyrir rútur og flutningabíla, en bifreiðar af þeirri stærð þurfa jafan að nýta tvær akreinar til þess að ná að beygja til vinstri sé komið niður Grænásveg.