Nýjast á Local Suðurnes

Þórkatla færði Þorbirni milljón króna að gjöf

Björgunarsveitin Þorbjörn fékk heldur betur veglega gjöf frá slysavarnardeildinni Þórkötlu á dögunum þegar deildin færði björgunarsveitinni eina milljón króna að gjöf.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar, en þar kemur fram að Slysavarnardeildin Þórkatla hafi lengi verið einn helsti bakhjarl björgunarsveitarinnar.

„Á dögunum kom Slysavarnadeildin Þórkatla og færði okkur eina milljón króna að gjöf!
Í starfi björgunarsveita má segja að peningagjöf sem þessi sé hálfgerð lífgjöf og munar heldur betur um það í starfi sveitarinnar 🙂
Slysavarnadeildin Þórkatla hefur alltaf staðið vel við bakið á okkur og í gegnum tíðina verið okkar helsti bakhjarl.
Við þökkum þeim að sjálfsögðu vel fyrir rausnarlegan styrk og hlökkum áfram til góðs samstarfs! :)“