Nýjast á Local Suðurnes

Golfarar vilja afnot af slökkvistöð

Golfklúbbur Suðurnesja hefur óskað eftir því að fá tímabundin afnot af gömlu slökkvistöðinni í Reykjanesbæ fyrir inniæfingar klúbbsins.

Beiðnin barst Íþrótta- og tómstundaráði sveitarfélagsins sem fyrir sitt leyti tók jákvætt í erindið en hefur ekki ákvörðunarvald um notkun á húsinu. Ráðið vonar að bæjarstjórn taki jákvætt í erindið.