Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar vilja hlúa betur að fræðslumálum

Bæjarráð Grindavíkur fjallaði á fundi sínum í byrjun júlí um tillögu fræðslu- og félagsmálanefnda sem miðar að því að aukin áhersla verði lögð á fræðslumál í sveitarfélaginu. Samkvæmt tillögunni verður til ný staða forstöðumanns skólaþjónustu en sviðsstjóri félags- og fræðslumála verður áfram næsti yfirmaður skólastjórnenda.

Auk þess að hafa falið bæjarstjóra og sviðsstjóra að koma tillögunni til framkvæmda hefur bæjarráð ákveðið að auglýst verði þrjú laus störf í stað þeirra þriggja sem eru ýmist laus eða að losna.

Fulltrúi B-lista lagði til að félagsþjónustu- og fræðslusviði yrði skipt upp í tvö svið, annars vegar fræðslusvið og hins vegar félagsþjónustusvið og að auglýst yrði starf sviðstjóra fræðslumála. Þannig væri hægt að efla starf skólaskrifstofunnar og leggja aukna áherslu á fræðslumál – Sú tillaga var felld með atkvæðum D og G lista.