Nýjast á Local Suðurnes

Úlfur Úlfur kemur fram á Trúnó

Rapp hljómsveitin Úlfur Úlfur kemur fram á Trúnó-tónleikaröðinni í Hljómahöll þann 11. janúar næstkomandi. Farið verður yfir ferlinn og spiluð lög af öllum þremur breiðskífum hljómsveitarinnar, en andrúmsloftið verður heimilislegt þar sem félagarnir segja skemmtilegar sögur af tónleikaferðalögum sínum og skapa skemmtilegt andrúmsloft.

Hljómahöll setti af stað nýja tónleikaröð fyrr í haust sem ber heitið TRÚNÓ. Tónleikarnir fara allir fara fram í tónleikasalnum Bergi sem er minnsti salur Hljómahallar með aðeins 100 sætum. Hljómsveitirnar og listamennirnir sem koma fram í tónleikaröðinni eru yfirleitt vanari að spila fyrir töluvert stærri hóp áhorfenda.

Hér má tryggja sér miða á þessa tónleika.