Nýjast á Local Suðurnes

Hjörleifur betri að mati allra þjálfara og komst áfram í The Voice Iceland

Helgi Björns­son valdi lagið „Son of a Preacher Man“ með Dusty Spring­field fyr­ir ein­vígi Hjör­leifs Más Jó­hanns­son­ar og Guðrún­ar Stef­an­íu Vopn­fjörð Ing­ólfs­dótt­ur í The Voice. Þau Hjör­leif­ur og Guðrún eru bæði í lið Helga í þátt­un­um og tóku bæði rokkuð lög í áheyrn­ar­pruf­um þátt­anna svo valið virt­ist henta þeim vel.

Þjálf­ar­arn­ir voru hrifn­ir af Hjör­leifi og fannst flutn­ing­ur hans skila sér bet­ur. „Það var ein­hver al­vöru reiði hjá þér Hjör­leif­ur, það skilaði sér mjög vel. Ég held að það hafi skilað sér út í rödd­ina,“ sagði þjálf­ar­inn Salka Sól um flutn­ing­inn.

Helgi valdi svo Hjörleif til áframhaldandi þátttöku í þáttunum, hann mun því verða á meðal keppenda í beinu útsendingum þáttanna, þar sem 16 keppendur munu etja kappi um áframhaldandi þátttöku. Beinu útsendingarnar verða sendar út frá Atlantic Studeos á Ásbrú en áhugasamir geta nálgast miða hér. Hér má heyra flutning Hjörleifs á lagi Adele, Someo­ne like You, sem hann tók í áheyrn­ar­pruf­unum.