Hjörleifur betri að mati allra þjálfara og komst áfram í The Voice Iceland

Helgi Björnsson valdi lagið „Son of a Preacher Man“ með Dusty Springfield fyrir einvígi Hjörleifs Más Jóhannssonar og Guðrúnar Stefaníu Vopnfjörð Ingólfsdóttur í The Voice. Þau Hjörleifur og Guðrún eru bæði í lið Helga í þáttunum og tóku bæði rokkuð lög í áheyrnarprufum þáttanna svo valið virtist henta þeim vel.
Þjálfararnir voru hrifnir af Hjörleifi og fannst flutningur hans skila sér betur. „Það var einhver alvöru reiði hjá þér Hjörleifur, það skilaði sér mjög vel. Ég held að það hafi skilað sér út í röddina,“ sagði þjálfarinn Salka Sól um flutninginn.
Helgi valdi svo Hjörleif til áframhaldandi þátttöku í þáttunum, hann mun því verða á meðal keppenda í beinu útsendingum þáttanna, þar sem 16 keppendur munu etja kappi um áframhaldandi þátttöku. Beinu útsendingarnar verða sendar út frá Atlantic Studeos á Ásbrú en áhugasamir geta nálgast miða hér. Hér má heyra flutning Hjörleifs á lagi Adele, Someone like You, sem hann tók í áheyrnarprufunum.