Nýjast á Local Suðurnes

Hjörleifur syngur í Voice Iceland í kvöld – Tryggðu þér miða!

Suðurnesin eiga enn fulltrúa í sjóvarpsþættinum Voice Iceland, en Hjörleifur Már Jóhannsson tekur þátt í fyrstu beinu útsendingunni sem fram fer í kvöld. Þættirnir eru teknir upp í Atlantic Studeos á Ásbrú þannig að Suðurnesjamenn ættu á sjá sér fært um að fjölmenna á pallana.

Það eru 16 keppendur eftir, þjóðin mun velja einn í símakosningu og hver þjálfari velur svo einn úr sínu liði, þannig munu átta söngvarar halda áfram í næsta þátt.

Helgi Björns­son valdi lagið „Son of a Preacher Man“ með Dusty Spring­field fyr­ir ein­vígi Hjör­leifs Más Jó­hanns­son­ar og Guðrún­ar Stef­an­íu Vopn­fjörð Ing­ólfs­dótt­ur í The Voice í síðustu viku og er óhætt að segja að Hjörleifur hafi staðið sig afar vel, en hér má sjá Hjörleif flytja lagið.

Hægt er að tryggja sér miða á viðburðinn með því að smella hér og hægt er að láta sér líka við aðdáendasíðu Hjörleifs á Facebook með því að smella hér.