Nýjast á Local Suðurnes

Petrúnella og Björg meiddar – Sjöfn eini fulltrúi Grindavíkur í landsliðinu fyrir EuroBasket

Þeir Ívar Ásgrímsson, þjálfari, og Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins hafa valið þá 12 leikmenn sem halda á morgun til Ungverjalands og leika í fyrsta leik liðsins í undankeppni EuroBasket 2017.

Grindavík átti þrjá fulltrúa í æfingahópnum en þær Björg Einarsdóttir og Petrúnella Skúladóttir þurftu báðar að draga sig útúr honum vegna meiðsla. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður því eini fulltrúi Grindavíkur í liðinu að þessu sinni.