Nýjast á Local Suðurnes

Glæsileg Icelandair Saga Lounge setustofa opnuð í Leifsstöð

Icelandair opnaði í gærkvöldi nýja og glæsilega 400 fermetra setustofu á Saga Lounge í flugstöð Leifs Eiríkssonar en setustofan er staðsett í nýrri byggingu á efstu hæð flugstöðvarinnar.

Í hinni nýju setustofu fer saman falleg norræn hönnun, innblásin af íslenskri náttúru og menningu og frábært útsýni yfir flugstarfsemina á vellinum og alla leið til Snæfellsjökuls.

Setustofan var hönnuð af Eggert Ketilssyni og Stíg Steinþórssyni sem höfðu að leiðarljósi stefnu Icelandair um að bjóða viðskiptavinum endurnærandi íslenska upplifun með lita- og efnisvali og sérstökum munum eins og afsteypu af þekktum álfasteini.

Frá þessu er greint á vefnum Allt um flug, en þar er að finna flottar myndir og nánari umfjöllun.