Nýjast á Local Suðurnes

Skoða uppbyggingu fyrir herskip í Helguvík

Reykjaneshafnir hafa áhuga á að ráðast í uppbyggingu í Helguvíkurhöfn þannig að herskip geti lagt þar að höfn, og Atlantshafsbandalagið geti haft þar aðstöðu, sem tengst gæti aðstöðu þess á Keflavíkurflugvelli.

Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir Halldóri Karli Hermannssyni, hafnarstjóra Reykjaneshafna, að undirbúningsvinna hafi farið fram, þó aðeins af hálfu hafnarinnar en ekki bandalagsins. Fulltrúar þess hafi þó vissulega kannað aðstæður við höfnina.