Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara tryggði sér keppnisrétt á Heimsleikunum í crossfit

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tryggði sér sæti á Heimsleikunum í crossfit, sem fram fara í Los Angeles síðar á árinu, með sigri í undankeppni fyrir leikana sem fram fór í Madríd á Spáni um helgina. Ragnheiður Sara endaði í þriðja sæti í báðum greinum dagsins, en það kom ekki að sök og dugði til sigurs á mótinu.

crossfit sara

Íslendingar voru áberandi í stúkunni

Íslendingar voru áberandi á mótinu um helgina, en þrjár Íslenskar stúlkur enduðu mótið í fimm efstu sætunum auk þess sem stuðningsmenn íslensku keppendanna létu vel í sér heyra í stúkunni.

Crossfit drottningin úr Njarðvík sagðist í viðtali við sjónvarpsstöð leikanna vera klár í slaginn fyrir Heimsleikana enda hafi hún lært mikið á síðustu keppni, þar sem hún endaði í þriðja sæti eftir að hafa verið í forystu nær allan tímann.