Nýjast á Local Suðurnes

Átjánhundruð vilja æfa og snæða með Ragnheiði Söru

Ein stærsta crossfit vefsíða heims, Boxrox.com, stendur fyrir áhugaverðum leik í tengslum við lesendakönnun sem nú er í gangi á vefsíðunni, en þeir sem taka þátt í könnuninni eiga möguleika á að vinna ferð hingað til lands og eyða heilum degi með Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Samkvæmt upplýsingum frá Boxrox hafa um 1800 manns tekið þátt í könnuninni þegar þetta er ritað.

Dagskráin hér á landi er ekki af verri endanum fyrir vinningshafann, en auk þess að fá flug og gistingu fær viðkomandi langt æfingaprógramm með Söru á laugardegi og eftir það mun hinn heppni njóta félagskapar crossfit drottningarinnar í mat á hennar uppáhaldsveitingastað. Vinningshafinn fær einnig að æfa með Söru á sunnudegi áður en flogið verður af landi brott.

Uppfært 4.2. 2020 með upplýsingum um fjölda þátttakenda frá Boxrox.