Nýjast á Local Suðurnes

Boost og safar er vinsæll valáfangi í grunnskóla – Kvenfélagið gaf safapressur

Boost og Safar er vinsæll valáfangi á meðal nemenda á unglingastigi í grunnskólanum Grindavík og komast færri að en vilja. Kvenfélag Grindavíkur færði sólanum góða gjöf, sem kemur sér vel fyrir nemendur í þessum áfanga.

Sólveig Ólafsdóttir formaður Kvenfélags Grindavíkur kom færandi hendi í skólann í morgun með tvær safapressur sem hún færði skólanum að gjöf frá Kvenfélaginu. Safapressurnar notast í valáfanga á unglingastigi sem nefnist Boost og Safar og er mjög vinsæll áfangi, það er alltaf fullt í áfangann og komast færri að en vilja. Hópurinn sem tók á móti gjöfinni í morgun er blandaður hópur barna úr 7.-10. bekk. Bestu þakkir fyrir gjöfina Kvenfélag Grindavíkur. Segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar