Nýjast á Local Suðurnes

Lesið út um allt í Grindavík – Myndir!

Skráningu í Landsleiknum Allir lesa lýkur núna um miðnætti en leikurinn hefur staðið yfir í þrjár vikur.
Óhætt er að segja að nemendur, foreldrar og starfsfólk hafi verið virk í þessum góða leik.

María Eir Magnúsdóttir umsjónarkennari í 3.M bauð nemendum sínum heim í bókakaffi í síðustu viku og mæltist það mjög vel fyrir og bekkurinn heimsótti bæjarskrifstofuna og fékk að lesa í fundarsalnum. Þar voru þægilegir stólar og hægt að koma sér vel fyrir og var lesið af miklu kappi.

Hér má sjá myndir sem teknar voru út um alla Grindavík af flottum krökkum við lestur