Nýjast á Local Suðurnes

Ókeypis á tónleika Vermont Youth Orchestra í Hljómahöll

Vermont Youth Orchestra er skólahljómsveit frá Vermontfylki í Bandaríkjunum. Á síðasta áratug hefur VYO haldið tónleika í Kína, Frakklandi, Þýskalandi og Tékklandi og er nú stödd á ferðalagi á Íslandi. Sveitin verður í heimsókn á Íslandi dagana 24. – 30. júní n.k. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Jeffrey Domoto.

Á hverju ári leika meðlimir VYO einleik með hljómsveitinni sem frumflytur nýtt verk eftir ungt tónskáld (oft meðlim VYO) og gefur meðlimum tækifæri á að láta ljós sitt skína. Að spila með VYO hefur reynst vera ómissandi lífsreynsla og breytt lífi meðlima hljómsveitarinnar, hvort sem er á 20. eða 21. öldinni.

Tónleikar VYO verða mánudaginn 29. júní kl. 20:00 í Hljómahöllinni, Reykjanesbæ. Með VYO í för verður hópurinn Balk-Ice frá Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Aðgangur er ókeypis en tónleikagestum er boðið að styrkja hljómsveitina með frjálsu framlagi.