Nýjast á Local Suðurnes

Þrír lögreglubílar í eftirför á Reykjanesbraut – Fóru aldrei yfir 70 km hraða

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði Toyota Yaris-bifreið seint í gærkvöldi eftir eftirför á Reykjanesbraut sem stóð yfir í nokkrar mínútur. Eftirförin var löturhæg en hraðinn fór varla yfir 70 kílómetra á klukkustund og bílstjóri smábílsins gaf til að mynda samviskusamlega stefnuljós úr hringtorgum.

Myndband af eftirförinni rólegu má sjá hér, en þrír lögreglubílar og fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum.

Í frétt Nútímans af málinu segir að lögreglan á Suðurnesjum hafi ekki viljað tjá sig um málið.