Nýjast á Local Suðurnes

Dýrum tækjabúnaði stolið úr bílaleigubílum

Dýr­um tækja­búnaði hef­ur verið stolið úr bílaleigubíl­um á Suðurnesjum að undanförnu, svo sem mynda­vél­um í framrúðu, vél­ar­tölv­um, út­vörp­um og miðstöðvum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en þar segir að einnig séu dæmi um að ljósa­búnaður hafi verið fjar­lægður af þeim. Nú síðast um helg­ina var öll­um fjór­um hjól­börðunum stolið und­an bíla­leigu­bíl.

Lög­regla vill beina þeim til­mæl­um til for­ráðamanna bíla­leiga að ganga vel og tryggi­lega frá bif­reiðum sem eigu eða um­sjá þeirra og geyma þær ekki á fá­förn­um stöðum.