Nýjast á Local Suðurnes

Kettlingar sem týndust á Ásbrú fundust – Annar í ruslatunnu og hinn skaddaður á höfði

Á dögunum auglýsti íbúi á Ásbrú eftir tveimur kettlingum, á Facebook-síðu íbúa á Ásbrú. Kettlingarnir sem höfðu nýlega eignast nýtt heimili höfðu laumast út um opinn glugga.

Eigandinn upplýsti svo í umræðum við auglýsinguna, sama dag, að kettlingarnir hafi fundist, annar ofan í ruslatunnu og hinn skaddaður á höfði. Hún segist vart trúa því að til sé fólk sem komi svona fram við dýr.

“[Annar kötturinn] er hjá dýralækninum því hann fannst úti illa leikinn greyjið, en hann mun jafna sig og við megum sækja hann vonandi á morgun, en ég spyr bara hvað er að gerast hérna ??! Annar kötturinn fannst í ruslagám og hinn illa farinn eftir höfuhögg og í áfalli. Á maður að trúa að það sé til svona illt fólk að gera dýrum svona ??!” Segir eigandinn í umræðum um málið.

Í umræðunum vilja nokkrir meina að Ásbrú sé ekki hættulaus staður til þess að halda gæludýr, og segist einn hafa séð hræðilega hluti gerða gagnvart dýrum í hverfinu.

“Ég bjó á Ásbrú í nokkur ár, sáum hræðilega hluti gagnvart dýrum þarna. Mæli ekki með því að neinir kettir séu lausir. En ég veit að þeir sluppu, frábært að þau eru fundin.” Segir í umræðum um málið.