Nýjast á Local Suðurnes

Frítt inn á stórleik í fótboltanum – Grindvíkingar berjast um Evrópusæti

Grindavík sækir FH heim í Kaplakrika á morgun, sunnudag, í sannkölluðum stórleik, en liðin eiga í harðri baráttu um sæti í Evrópukeppninni að ári. Grindvíkingar eru í fimmta sæti deildarinnar með 25 stig, sama stigafjölda og FH sem er í fjórða sætinu. FH-ingar eiga hins vegar leik til góða á Grindvíkinga og því eru stigin þrjú sem þessi leikur gefur mjög mikilvæg.

Leikurinn hefst kl. 17:00 og er frítt inn og eru Grindvíkingar hvattir til að fjölmenna og láta vel í sér heyra í stúkunni.