Nýjast á Local Suðurnes

Anita Lind með U-17 ára landsliðinu til Serbíu

Leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í knattspyrnu, Anita Lind Daníelsdóttir hefur verið valin í U-17 ára landslið Íslands sem tekur þátt í milliriðli Evrópumóts U17 kvenna sem fer fram í Serbíu dagana 22.-30. mars.  Anita Lind er í 18 leikmanna hópi sem Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið til þátttöku þar.  Ísland tryggði sér sæti í milliriðlinum í undanriðli sem leikinn var í Svartfjallalandi fyrr í vetur.

Anita Lind sem er fædd árið 1999 á þegar nokkra mótsleiki að baki með meistaraflokki Keflavíkur og hefur verið fastamaður í liðinu í undanförnum leikjum, þá hefur hún leikið 10 leiki með U-17 ára landsliðinu og skorað í þeim þrjú mörk.