Nýjast á Local Suðurnes

Hátíðarhöld á vegum Reykjanesbæjar með breyttu sniði í sumar

Barna- og ungmennahátíðin verður ekki haldin með hefðbundnu sniði og áður og það sama má segja um hátíðarhöld á 17. júní. Undirbúningur vegna Ljósanætur heldur þó áfram.

Hugmyndir eru uppi um að vera með viðburði í tengslum við Barnahátíð þó hún verði með breyttu sniði, t.d. ratleik og fleira sem krefst þess ekki að margir komi saman.

Hátíðarhöld á 17. júní eru í skoðun og verða þau að öllum líkindum með breyttu sniði.

Undirbúningi fyrir Ljósanótt verður haldið áfram og mun hann þróast með tilliti til þess hvernig framvindan verður varðandi samkomubann.