Nýjast á Local Suðurnes

Jóhann Árni í Njarðvík á ný

Njarðvíkingar sem hafa misst nokkra af uppöldum leikmönnum sínum undanfarin misseri, hafa nú endurheimt einn slíkan því Jóhann Árni Ólafsson hefur undirritað samning þess efnis að leika með liðinu á Næsta tímabili. Jóhann Árni hefur leikið með Grindvíkingum undanfarin fimm ár.

“Jóhann er auðvitað uppalinn Njarðvíkingur í  húð og hár og okkur mikið gleðiefni að endurheimta hann aftur í Ljónagryfjunna.  Jóhann er þekkt stærð í deildinni, sterkur varnarmaður og auðvitað hokinn reynslu sem mun nýtast liði okkar vel á komandi leiktíð.” sagði Gunnar Örlygsson formaður kkd. UMFN í samtali við Karfan.is þegar samningar voru undirritaðir.