Nýjast á Local Suðurnes

Reyndi að svíkja fé af lögreglumanni – “Ekki láta svona gauka plata ykkur”

Óprúttinn aðili reyndi að hafa fé af varðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurnesjum á dögunum. Um var að ræða hefðbundna tilraun kreditkortasvika í gegnum síma, sem lögregla hefur margoft varað almenning við á undanförnum mánuðum.

Í Facebook-færslu lögreglunnar um málið kemur fram að lögreglumaðurinn hafi leikið sér að svindlaranum um stund, en þegar hann hafi kynnt sig sem lögreglumann hafi svindlarinn, Steve að nafni, orðið “drullufúll” og lagt á.

Í lok færslu sinnar varar lögreglan fólk enn á ný við gaukum á borð við Steve.