Nýjast á Local Suðurnes

Launakostnaður gerir Isavia erfitt fyrir

Þrátt fyrir að farþegum sem leggja leið sína í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi fjölgað hratt aftur eftir Covid-19 er enn talsverð óvissa framundan, samkvæmt því sem Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir í tilkynningu með árshlutauppgjöri fyrirtækisins.

þar kemur fram að launakostnaður hér á landi gerir fyrirtækinu erfitt fyrir við að ná þeirri arðsemi sem nauðsynleg er.

„Kostnaðarhækkanir síðustu ára og þá sér í lagi launakostnaður á Íslandi hafa gert okkur erfitt fyrir að ná þeirri arðsemi sem nauðsynleg er til að standa undir þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er og eins og staðan er í dag þá er mikil óvissa framundan.

Við verðum áfram í mikilli samkeppni við erlenda flugvelli og við þurfum því að vera einstaklega snjöll til að mæta þessari óvissu. Flugtengingar eru einn af þeim lykilþáttum sem styðja við hagvöxt á Íslandi“.