Nýjast á Local Suðurnes

Gagnlegir upplýsingabæklingar félagsþjónustu Voga, Sandgerðis og Garðs

Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga gaf nýverið út tvo gagnlega upplýsingabæklinga. Annars vegar er um að ræða bækling sem fjallar um PMTO Foreldrafærni, en PMTO sendur fyrir Parent Management Training – Oregon.

Hinn bæklingurinn er um stuðningsúrræði barnaverndar, þar sem má finna upplýsingar um þau úrræði sem eru í boði á vegum sveitarfélaga.

Bæklingarnir eru aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagana og einnig er hægt að opna þá hér fyrir neðan.

 PMTO foreldrafærni

 Stuðningsúrræði