Nýjast á Local Suðurnes

Stofnandi Stopp-hópsins vill 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks

Ísak Ernir hefur verið einn af talsmönnum Stopp-hópsins, hann mun dæma á vegum NBA í sumar

Ísak Ernir Kristinsson, 23ja ára nemi við Háskólann í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ísak, sem er stofnandi baráttuhóps um úrbætur á Reykjenesbraut, “Stopp – Hingað og ekki lengra!” sækist eftir 4. sæti á listanum.

Í tilkynningu sem Ísak sendi fjölmiðlum segir meðal annars að hann hafi verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri og gegnt hinum ýmsum störfum fyrir flokkinn og meðal annars verið formaður Heimis, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur.

Ísak sem var kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningum er sitjandi varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, auk þess sem hann situr í Velferðanefnd bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.