Nýjast á Local Suðurnes

Nafn mannsins sem lést í sjóslysi utan við Njarðvíkurhöfn

Maðurinn sem lést í sjóslysi í Faxaflóa, skammt fyrir utan Innri-Njarðvík, þann 22. júlí síðastliðinn hét Hörður Garðarsson.

Hörður var fæddur 1958 og bjó í Reykjavík. Hann lætur eftir sig fjögur börn, þrjú þeirra uppkomin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.