Nýjast á Local Suðurnes

Rafn Markús Þjálfari ársins og Andri Fannar bestur – Fjórir frá Njarðvík í liði ársins

Stærsta fótboltavefsiða landsins, Fótbolti.net hefur valið lið ársins í 2. deild karla og var valið opinberað í Pedersen svítunni, Gamla bíói í gærkvöldi. Fótbolti.net fylgdist vel með 2. deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins.

Fyrirliði Njarðvíkinga er leikmaður ársins að mati þjálfara og fyrirliða í 2. deildinni. Andri Fannar er uppalinn Njarðvíkingur, en árið 2011 var hann valinn efnilegastur í 2. deildinni.

Þá var Rafn Markús Vilbergsson sem tók við liði Njarðvíkur undir lok síðasta tímabils valinn þjálfari ársins, en Rafn bjargaði Njarðvík frá falli í fyrra og í ár vann liðið 2. deildina með miklum yfirburðum. Njarðvík endaði með 50 stig í sumar, ellefu stigum meira en næsta lið. Guðjón Árni Antoníuson lenti í þriðja sæti í valinu um þjálfara ársins, en Víðismenn lentu í þriðja sæti deildarinnar undir hans stjórn.

Hér að neðan má sjá lið ársins í 2. deildinni:

Úrvalslið ársins 2017:
Hörður Fannar Björgvinsson – Njarðvík

Neil Slooves – Njarðvík/Tindastóll
Stefan Spasic – Huginn
Styrmir Gauti Fjeldsted – Njarðvík
Sveinn Óli Birgisson – Magni

Blazo Lalevic – Huginn
Andri Fannar Freysson – Njarðvík
Gonzalo Zamorano Leon – Huginn

Sæþór Olgeirsson – Völsungur
Kristinn Þór Rósbergsson – Magni
Kenneth Hogg – Njarðvík/Tindastóll

Njarðvíkingar birtu svo til gamans uppstillingu á liði ársins í 2. deild frá 2006 á heimasíðu sinni, en þá voru fjórir leikmenn í liði ársins, en þá voru þeir Albert Sævarsson, Gestur Gylfason, Guðni Erlendsson og Kristinn Björnsson valdir í lið ársins og var Gestur Gylfason valinn leikmaður ársins.