Grindavík sá aldrei til sólar gegn meisturunum – Keflavík lagði Snæfell örugglega

Grindvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik í Dominos-deildinni í körfuknattleik þegar liðið mætti KR-ingum í DHL-Höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur. KR-ingar byrjuðu mun betur og lögðu þannig tóninn fyrir það sem koma skildi, Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 28-12 fyrir Íslandsmeistarana og þegar fyrri hálfleik lauk var forskotið orðið 27 stig, 47-20 fyrir KR.
KR-ingar juku svo forskotið jafnt og þétt í síðari hálfleik, eða þangað til staðan var orðin þannig að þeir gátu sett unglingaliðið inná, sem kláraði leikinn. Lokastaðan 87-62. Clinch var stigahæstur hjá Grindavík með 23 stig.
Keflavík vann í kvöld öruggan sigur á Snæfelli, þó það stendi í spennandi í spennandi leik miðað við fjörugan fyrri hálfleik. Keflavík leiddi með fimm stigum í leikhléi, 48-43, eftir að hafa verið undir eftir 1. leikhluta, 19-27.
Keflvíkingar héldu svo áfram þar sem frá var horfið og náðu Snæfellingar aldrei að hleypa almennilegri spennu í leikinn, öruggur 111-82 sigur hjá Keflvíkingum á heimavelli. Amin Stevens hefur heldur betur reynst Keflvíkingum vel, en hann var stigahæstur með 32 stig.