Nýjast á Local Suðurnes

Matareitunarmáli sem upp kom í Sandgerði lokið með sátt

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Um miðjan mánuðinn var greint frá því að sýking í lambakjöti væri líklegasta skýringin á veikindum fólks sem sóttu brúðkaupsveislu í Sandgerði, 34 af um 60 veislugstum veiktust, á meðan á veislunni stóð.

Fram kom í Far­sótt­ar­frétt­um land­læknisembætt­is að sýk­ing­in sem veislu­gest­ir fengu mætti lík­lega rekja til lamba­kjöts­ sem var reitt fram í veislunni. Ekki var unnt að taka sýni úr lamba­kjöt­inu því það kláraðist í veisl­unni.

Morgunblaðið greinir frá því í morgun að sátt hafi náðst á milli brúðhjón­anna í Sand­gerði og veit­inga­manns­ins, sem sá um veitingar í veislunni, Magnús­ar Inga Magnús­son­ar sem flest­ir kann­ast við sem eig­anda Texas­borg­ara. Ekki kemur fram í frétt Morgunblaðsins í hvetrju sú sátt fellst, en fram kom í fréttum af málunum að brúðhjónin sæktust ekki eftir bótum hedur eingöngu endurgreiðslu frá veisluþjónustunni.