Nýjast á Local Suðurnes

Bláa lónið lengir opnunartíma yfir hátíðirnar – “Nánast fullbókað”

Bláa lónið er opið yfir hátíðirn­ar og hafa flest­ir gest­ir bókað heim­sókn með góðum fyr­ir­vara. Magnea Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Bláa lónsins segir að þurft hafi að lengja opnunartímann um hátíðirnar vegna aukinnar eftirspurnar.

„„Það er nánast fullbókað hjá okkur og hafa langflestir gesta okkar pantað heimsókn sína með góðum fyrirvara. Til að mæta eftirspurn yfir hátíðarnar þá höfum við lengt opnunartíma miðað við það sem verið hefur undanfarin ár á t.d. Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag og á gamlársdag.”, segir Magnea í frétt á vef Túrista.is.

Í frétt túrista kemur einnig fram að rúmlega eitt hundrað þotur hafi lent á Keflavíkurflugvelli yfir jólin, en í þeim munu vera sæti fyrir um 17 til 20 þúsund farþega og hlutfall erlenda ferðamanna um borð í vélunum er hátt. Það er alla vega raunin hjá Icelandair en félagið stendur undir um helmingi allra flugferða til og frá landinu í desember, segir í fréttinni.