Nýjast á Local Suðurnes

Varað við slæmu veðri næstu daga – Spáin þó góð fyrir gamlárskvöld

Veður­stofa Íslands var­ar við stormi, meðal­vindi yfir 20 metr­um á sek­úndu, um allt land á morg­un, veðrinu mun fylgja tals­verð rign­ing með asa­hláku um landið sunn­anvert og er fólk hvatt til að hreinsa frá niður­föll­um til að forðast vatns­tjón.

Spá­in fyr­ir miðviku­dag ger­ir ráð fyr­ir suðvest­an­stormi á land­inu og élja­gangi. Mikl­ar svipt­ing­ar verða áfram í veðrinu næstu daga og koma kröft­ug­ar lægðir nú á færi­bandi sam­kvæmt hug­leiðing­um vakt­haf­andi veður­fræðings eða um það bil ein á dag allt fram á gaml­árs­dag.

„Það mun hvessa og hlýna skarpt hjá okk­ur í kvöld og ætl­ar morg­undag­ur­inn að verða bæði storma­sam­ur og hlýr. Þegar tals­vert er af snjó á jörðu er viðbúið að það geri asa­hláku og á það við um stærst­an hluta lands­ins á morg­un. Við ætt­um því öll að taka okk­ur til og sjá til þess að yf­ir­borðsvatn eigi greiða leið niður í frá­rennslis­kerf­in svo ekki skap­ist óþarfa vatns­elg­ur á göt­um,“ seg­ir enn­frem­ur á vef Veðurstofunnar.

Þótt árið ætli að enda á nokkr­um hressi­leg­um vetr­ar­lægðum sé engu að síður út­lit fyr­ir að gaml­árs­kvöld verði nokkuð gott. „Hæðar­hrygg­ur ætti að byggja sig upp yfir land­inu á síðasta degi árs­ins með til­heyr­andi léttviðri, ef spár ganga eft­ir. Kannski verður þar um að ræða hið full­komna flug­elda­veður. Allt er gott sem end­ar vel.“