Nýjast á Local Suðurnes

Gamalt og gott – Skrípaleikur í Ljónagryfjunni

Strákarnir og stelpan hjá FúsíjamaTV, sem hefur höfuðstöðvar á Vestfjörðum, eru dugleg við að finna og birta spaugilegu hliðarnar á körfuboltanum, en þau grófu upp nokkrar blaðagreinar af atviki sem átti sér stað árið 1979, þegar Njarðvík og KR léku í 1. deildinni, auk þess sem rifjað er upp atvik úr góðgerðarleik sem fram fór í Njarðvíkunum árið 2012. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Umfjöllun Fúsijama um eldra atvikið er að finna hér, en þar segir meðal annars að þó úrslit leiksins hafi haft litla þýðingu fyrir bæði lið hafi leikurinn heldur betur endað í sögubókunum.

Þann 14. mars árið 1979 mættust KR og Njarðvík í 1. deild karla, forvera úrvalsdeildarinnar, á heimavelli þeirra síðarnefndu. Fyrir leikinn var ljóst að úrslit hans hefðu litla þýðingu fyrir bæði lið. Njarðvík var þegar fallið á meðan KR, sem var í öðru sæti, átti ekki möguleika á að komast ofar því ÍR var þegar búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn – Leikurinn átti þó aldeilis eftir að fara í sögubækurnar. Segir á vef Fúsijama.