Nýjast á Local Suðurnes

ÍA-Keflavík: Botnbarátta á Akranesi í kvöld

Hörður Sveinsson skoraði þrjú síðast þegar liðin mættust í deildarleik

9. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lýkur í kvöld þegar Skagamenn fá Keflvíkinga í heimsókn á Norðurálsvöll kl. 19:15. Um mjög mikilvægan leik er að ræða fyrir bæði lið þar sem Keflvíkingar verma botnsæti deildarinnar en Skagamenn eru í 10. sæti, með sigri í þessum leik myndu Keflvíkingar komast upp fyrir Skagamenn þar sem einungis tvö stig skilja liðin að.

Liðin léku síðast bæði í Pepsi-deildinni árið 2013 og þá vann Keflavík báða leiki liðanna.  Fyrri leikurinn á Akranesi fór 3-2 þar sem Hörður Sveinsson, Arnór Ingvi Traustason og Magnús Þór Magnússon skoruðu fyrir Keflavík.

Hörður Sveinsson skoraði þrennu síðast þegar liðin mættust í deildarleik

Hörður Sveinsson skoraði þrennu síðast þegar liðin mættust í deildarleik

Keflavík vann svo á Nettó-vellinum í miklum markaleik þar sem lokatölur urðu 5-4.  Hörður Sveinsson gerði þrennu í leiknum og Arnór Ingvi Traustason og Magnús Þorsteinsson gerðu sitt hvort markið.