Nýjast á Local Suðurnes

Góðgerðasamtök fengu 10 milljónir frá viðskiptavinum Nettó

Verslun Nettó við Krossmóa

Átakið “Notum netið til góðra verka,” sem Verslunarkeðjan Nettó stóð fyrir kláraðist um mánaðarmótin en 200 kr af hverri pöntun í netverslun Nettó runnu í einn stóran styrktarpott sem síðan var deilt á fjölda samtaka.

Viðskiptavinir Nettó kusu um þau samtök sem ættu að deila styrkinum í ár en alls bárust yfir 2000 tillögur.

Rúmlega 10.000.000 söfnuðust í átakinu og voru styrkir afhentir á Nettó deginum sem var haldinn hátíðlegur í Nettó Mjódd á dögunum.

Styrkurinn rann til eftirfarandi samtaka:

 • Fjölskylduhjálp Íslands
 • Hjálparstarf kirkjunnar
 • Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
 • Mæðrastyrksnefnd Akraness
 • Mæðrastyrksnefnd Kópavogi
 • Mæðrastyrksnefnd Akureyri
 • Mæðrastyrksnefnd Hafnarfirði
 • Píeta Samtökin
 • Kraftur – félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
 • Velferðarsjóður Suðurnesja, Grindavík og Njarðvík
 • Rauði Krossinn á Egilsstöðum
 • Barnaheill – Save the Children á Íslandi
 • Ljósið Endurhæfing Fyrir Krabbameinsgreinda
 • Geðhjálp barna
 • Samfélagssjóðurinn á Höfn
 • Matargjafir á Selfossi
 • Matargjafir á Ísafirði
 • Það er Von