Nýjast á Local Suðurnes

Gísli og Hafsteinn fá óvænt að dæma úrslitaleik

Ekki stóð til að eitt reyndasta dómarapar landsins myndi dæma ein­hvern af þeim sex leikum í undanúr­slit­um og úr­slit­um Coka Cola bikarkeppn­inn­ar sem fram fara um helgina eins og greint var frá í gær. Barnsfæðing í gær varð þess þó valdandi að þeim félögum hefur verið boðið að dæma úrslitaleik kvenna í keppninni.

Fram kemur á vef Morgunblaðsins að Arn­ar Sig­ur­jóns­son, ann­ar þeirra sem áttu að dæma úr­slita­leik kvenna á morg­un, varð faðir í gær­morg­un og afþakkaði hann því að dæma leik­inn. Beinast lá við að kalla þá Gísla og Hafstein til verksins því þeir voru skráðir sem dómarar til vara á leikinn.