Nýjast á Local Suðurnes

Mikið magn af stolnum farangri fannst í runnum við flugstöðina

Tveir flugfarþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar urðu fyrir því í vikunni að öllum farangri þeirra var stolið. Borgari í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum sá skömmu síðar hvar maður var að bjástra eitthvað í runnum við göngustíg ekki langt frá flugstöðinni. Borgarinn ákvað að grennslast fyrir um athafnir mannsins, sem hafði þá látið sig hverfa, og sá þá mikið magn af farangri.

Lögregla tók munina saman og afhenti eigendunum þá.