Nýjast á Local Suðurnes

Páll Valur náði ekki endurkjöri – “Vonbrigði að ná ekki markmiðum sínum”

Páll Valur Björnsson var einn þeirra þingmanna sem náði ekki endurkjöri í Alþingiskosningunum sem fram fóru um helgina, en hann var efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi. Páll Valur segir það alltaf vonbrigði að ná ekki markmiðum sínum, en segist um leið vera þakklátur þeim sem greiddu flokknum atkvæði sitt.

Þannig fór með sjóferð þá, hún var eitthvað styttri hjá mér en vonir stóðu til en svona er nú lífið. Mig langar að þakka öllum þeim sem höfðu trú á mér og greiddu mér atkvæði sitt, fyrir það traust er ég svo óendanlega þakklátur með hjartað fullt af auðmýkt.

Þessi þrjú og hálft ár hafa verið ótrúleg hvernig sem á það er litið, gríðarlega krefjandi, lærdómsrík og langoftast skemmtileg. Það eru alltaf vonbrigði þegar að maður nær ekki markmiðum sínum og þannig er það hjá mér núna en það eru kjósendur sem eiga síðasta orðið og við það sætti ég mig fullkomlega. Segir Páll Valur í pistli á Facebook. 

Þá segist Páll valur vera ánægður með störf sín á Alþingi, þau þrjú ár sem hann sat þar, en hann náði einni þingsályktunartillögu, einu frumvarpi og einni breytingartillöguí gegn á síðasta þingi sme mun vera góður árangur hjá þingmanni hjá flokki sem er í minnihluta.

Pistilinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan: