Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn tvisvar á innan við 15 mínútum

Lög­regl­an á Suður­nesj­um stöðvaði öku­mann tvisvar á sama kort­er­inu um helg­ina þar sem hann var á ferðinni án þess að hafa end­ur­nýjað öku­rétt­indi sín. Í fyrra skiptið var út­runna öku­skír­teinið tekið af hon­um og und­ir­strikað að hon­um væri akst­ur­inn óheim­ill.

Hann lét sér þó ekki segj­ast og lagði af stað aft­ur þegar lög­regla var horf­in af vett­vangi. Sú öku­ferð varð stutt, segir í tilkynningu lög­reglu, en ökumaðurinn var stöðvaður aftur innan 15 mínútna.

Þá voru sjö öku­menn kærðir fyr­ir of hraðan akst­ur og skrán­ing­ar­núm­er voru klippt af ell­efu bif­reiðum sem ým­ist voru óskoðaðar eða ótryggðar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Loks var einn ökumaður hand­tek­inn grunaður um ölv­un und­ir stýri.