Nýjast á Local Suðurnes

Aflýsa óvissustigi vegna eldgoss

Rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um hef­ur af­lýst óvissu­stigi vegna eld­goss í Geld­inga­döl­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá embætt­inu.

Eld­gosið hófst 19. mars og var þá lýst yfir neyðarstigi, en áður hafði verið í gildi óvissu­stig vegna jarðhrær­inga á Reykja­nesskaga. Degi eft­ir að eld­gosið hófst var al­manna­varna­stig lækkað úr neyðarstigi í hættu­stig eft­ir að ljóst var að eld­gosið var fjarri þétt­býli og helstu mann­virkj­um. Fjór­um vik­um eft­ir að síðast sást til elds í Geld­inga­döl­um var al­manna­varna­stig fært aft­ur niður á óvissu­stig. 

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að ekki hafi sést til hraun­flæðis frá gígn­um í Geld­inga­döl­um frá 18. sept­em­ber og þær jarðskjálfta­hrin­ur sem hafa orðið síðan þá hafa ekki leitt til frek­ari at­b­urða.  Eng­in merki eru um að grunn­stæð kvika sé á ferðinni, né að kvika sem ligg­ur mun dýpra (~15 km) sé að leita upp. Þó er tekið fram að Reykja­nesskag­inn sé virk­ur með til­liti til jarðskjálfa- og eld­virkni og verður áfram fylgst vel með þróun at­b­urða og al­manna­varna­stig reglu­lega end­ur­met­in.

Einnig er vak­in at­hygli á því að var­huga­vert get­ur verið að fara inn á hraun­breiðuna við Geld­inga­dali og að gíg­um. Tölu­verðan tíma get­ur tekið fyr­ir hraun að kólna og ennþá er yf­ir­borð og gíg­ar óstöðugir, hrun get­ur orðið eða sprung­ur geta mynd­ast.  Auk þess má bú­ast við að af­gös­un hrauns­ins haldi áfram um ein­hvern tíma og hættu­leg­ar aðstæður mynd­ast þar sem gas get­ur safn­ast sam­an.