Nýjast á Local Suðurnes

Höfnuðu erindi um breytingar á húsnæði þar sem stigi lendir út í götu

Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti en því að hún er af stiga

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar gat ekki samþykkt erindi varðandi breytingar á húsnæði í byggingu í Njarðvík þar sem staðsetning á stiga frá húsnæðinu lendir utan lóðar og út í götu.

Það voru þó ekki einu annmarkarnir á erindi byggingaraðila varðandi fyrirhugaðar breytingar á húsnæðinu, stiginn er einnig talinn fara illa í götumyndinni. Auk þessa er viðbygging aftan við viðkomandi byggingu teiknuð utan við byggingalínu og var erindinu því hafnað og byggingaraðila vinsamlega bent á að halda sig við eða innanvið byggingalínuna meðfram götunni. Umhverfis- og skipulagsráð segir að umrædd lóð sé nægilega stór til að aðlaga viðbyggingu á hönnunarstigi að landi.