Nýjast á Local Suðurnes

Lítil kennsluflugvél brotlenti á milli Keilis og Hafnarfjarðar

Lítil kennsluvél fór niður á Reykjanesi á milli Keilis og Hafnarfjarðar rétt fyrir klukkan hálf fjögur í dag. Þetta staðfestir Rannsóknarnefnd samgönguslysa við Vísi.is.

Vísir greinir einnig frá því að Lögregla staðfesti að samband hafi rofnað við vélina og að neyðarsendir hennar hafi svo farið í gang rétt fyrir klukkan 15:30 en talið er að tveir hafi verið um borð.

Fjölmennt lið björgunaraðila hefur verið sent á staðinn, þar á meðal þyrla Landhelgisgæslunnar.