Nýjast á Local Suðurnes

Yfir 200.000 hafa horft á Söru Sigmunds lyfta tvöfaldri þyngd sinni – Myndband!

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og lyfti tvöfaldri þyngd sinni og þremur kílóum betur í svokallaðri hnébeygju í gær. Sara, eins og hún er jafnan kölluð, lyfti 141 kílói og birti myndband af lyftunni á Instagram. Rúmlega 200.000 manns hafa horft á myndbandið á samfélagsmiðlinum vinsæla.

Næstu dagana munu íþróttamenn keppast um að ná inn á Heimsleikana, Ragnheiður Sara þar á meðal. Hægt er að fylgjast með á Facebook-síðu Heimsleikana, þar sem fjöldi keppenda verður sýndur í beinni útsendingu við að reyna að næla sér í keppnisrétt.