Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær opnar starfatorg á Facebook

Reykjanesbær hefur opnað Facebook-síðu í þeim tilgangi að vekja athygli á lausum störfum hjá sveitarfélaginu. Nú þegar eru nokkur störf auglýst á síðunni, auk þess sem þar er að finna fróðleik um starfsemi sveitarfélagsins.

Öll störf sem auglýst eru á síðunni eru með tengli, hvar hægt er að leggja inn rafræna umsókn. Áhugasamir eru hvattir til að setja “like” á þessa nýju síðu.