Nýjast á Local Suðurnes

Silja Dögg setur húsið á sölu – Flytur þó ekki úr kjördæminu

Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi hefur sett hús sitt í Njarðvíkurhverfi á sölu, þetta kemur fram á Vísi.is. Silja stefnir þó á að búa áfram á Suðurnesjum enda finnst henni hvergi betra að vera eftir því sem fram kemur í frétt Vísis.

Heimili Silju Daggar að Seljudal 5 í Reykjanesbæ er á sölu hjá fasteignasölunni Brú en hún og maður hennar reistu húsið sjálf árið 2008. Húsið eru rúmir 200 fermetrar að stærð og geta áhugasamir fengið nánari upplýsingar um eignina hjá fasteignasölunni.

silja hus

Hús Silju er glæsilegt í alla staði auk þess að vera einkar vel staðsett á rólegum stað