Nýjast á Local Suðurnes

Gáfu leikföng og 120 páskaegg til barna sem búa við bág kjör

Samtökin Lítil hjörtu hafa gefið um 100 pákaegg til barna á Suðurnesjum sem búa við bág kjör fyrir páskana. Þá hafa samtökin gefið 20 pákaegg, auk leikfanga til barna sem dvelja ásamt mæðrum sínum í Kvennathvarfinu yfir páskana.

Samtökin voru stofnuð með það að markmiði að gleðja börn í efnaminni fjölskyldum fyrir jól, en hafa notað það fjármagn sem eftir stendur eftir jólin til að gleðja börn um páska – Samtökin safna nú allt árið og er hægt að styðja við málefnið með framlagi á reikning 0542-14-405515 kennitala 511116-1550. Rétt er að taka fram að hver einasta króna rennur beint í málefnið. Engin yfirbygging og allir sem hjálpa til gera það í sjálfboðavinnu.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um samtökin og verkefnin á Facebook-síðu samtakana.